Hagnaður Sony á 2. fjórðungi þessa árs var um 326 milljónir Bandaríkjadala. Hagnaður félagsins var um 619 milljónir dala á sama tímabili árið 2007 þannig að um tæplega helmings samdrátt er að ræða.

Sony tapaði á sterku gengi japanska jensins, auk þess sem mikil samkeppni hafði sín áhrif á afkomu félagsins þrátt fyrir að PlayStation tölvur hafi selst vel.

Einnig tapaði Sony á framleiðslu Sony Ericsson síma, sem er eins og nafnið gefur til kynna samstarfsverkefni símaframleiðandans Ericsson og Sony. Eftirspurn eftir dýrum farsímum hefur hrunið að undanförnu.

Yfirmenn Sony reikna með að hagnaður félagsins á reikningsárinu sem nær fram til 31. mars árið 2009 verði um 25,8 milljarðar Bandaríkjadala, en í maí spáði félagið hagnaði upp á 31,1 milljarð. Félagið hefur því minnkað hagnað í afkomuspá sinni um rúmlega 17%.