Hagnaður Sorpu nemur 11,3 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 46,6 milljón krónu hagnað á sama tímabili í fyrra segir í tilkynningu Kauphallarinnar.

Rekstrartekjur námu 811,8 milljónum króna, samanborið við 713,3 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Rekstrargjöld voru 713,3 á fyrri hluta árs, en á sama tíma í fyrra voru þau 623,4 milljónir.

Sorpa b.s er byggðasamlag, sem stofnað er í samræmi við ákvæði VII kafla sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 (áður IX kafla laga nr 8/1986) um samvinnu sveitarfélaga við framkvæmd einstakra verkefna.

Tilgangur byggðasamlagsins er að annast sorpeyðingu fyrir sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, sem öll eru stofnaðilar að því. Sveitarfélögin, sem aðild eiga að byggðasamlaginu, bera "in solidum" einfalda ábyrgð á fjárhagsskuldbindingum þess gagnvart kröfuhöfum.