Samkvæmt ársuppgjör fyrir rekstrarárið 1. október 2006 til 30. september 2007 er h agnaður Spalar ehf. eftir skatta 282 milljónir króna sem er verulegur meira en árið áður þegar hagnaðurinn var 8 milljónir króna

Hagnaður Spalar eftir skatta á fjórða ársfjórðungi félagsins sem er 1. júlí 2007 til 30. september 2007 nam 112 m.kr. Á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 153 m.kr.

Í uppgjörinu kemur fram að rekstrarkostnaður Spalar án afskrifta fyrir árið 2007 nam kr. 229 milljónum króna og hækkar um rúm11,7% frá árinu áður þegar hann nam 205 milljónum króna. Skuldir Spalar hafa lækka úr 4.616 milljónum króna í 4.405 milljónir eða um 4,8% milli ára.

Í fréttatilkynningu vegna uppgjörsins segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri að heildarafkoman sé vel í takt við áætlanir félagsins. “Tímabilið frá 1. október 2006 til 30. september 2007 er níunda heila fjárhagsárið félagsins. Á þessu tímabili fóru 1.996 þúsund ökutæki um Hvalfjarðagöngin, sem greiddu veggjald sem er um 9% aukning frá sama tímabili árið áður. Þessi fjöldi samsvarar því um 5.470 ökutæki hafi farið um göngin að meðaltali dag.”