Hagnaður Sparisjóðs Bolungarvíkur árið 2006 var 185 milljónir króna eftir skatta, samanborið við 110 milljóna króna hagnað á árinu 2005, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Fyrir skatta nam hagnaðurinn 223 milljónum króna samanborið við 128 milljóna króna hagnað á árinu 2005.

Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 20,2%, samanborið við 12,7% arðsemi á árinu 2005.

Hreinar vaxtatekjur lækkuðu um 6,7% frá fyrra ári og voru 145 milljónir króna.

Hreinar rekstrartekjur námu 460 milljónum króna samanborið við 370 milljónir króna á árinu 2005, sem er 24,3% aukning milli ára.