Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu var 1.457,8 milljón króna hagnaði eftir skatta árið 2006, samanborið við 615,6 milljónir króna á árinu 2005. Aukningin er 136,8%, segir í tilkynningu sem fylgir ársuppgjörinu.

Vaxtatekjur námu 3.219,2 milljónir króna árið 2006 en það er 70,9% hækkun frá árinu 2005.

Vaxtagjöld hækkuðu um 103,4% milli ára og námu 2.510,1 milljón króna árið 2006.

Hreinar vaxtatekjur námu 709,1 milljónum króna árið 2006 og hækkuðu því um 9,2% á milli ára.

Hreinar rekstrartekjur voru 2.942,6 milljónir króna á árinu á móti 1.701,8 milljónum króna árið 2005. Hreinar rekstrartekjur hafa hækkað um 72,9% á árinu 2006.

Framlag í afskriftarreikning útlána nam 251,2 milljón króna á árinu sem er lækkun um 11,6% frá árinu 2005. Í árslok 2006 eru 657,1 milljón króna í afskriftareikningi útlána sem er 2,2% af útlánum og veittum ábyrgðum sparisjóðsins.

Önnur rekstrargjöld sparisjóðsins voru 959,2 milljónum króna árið 2006 en voru 667,2 milljónum króna árið 2005, hækkunin er 43,8%.

Arðsemi eigin fjár Sparisjóðs Mýrasýslu var 69,9% árið 2006 miðað við 41,6% árið 2005.

Rekstrarkostnaður sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum er 32,6% miðað við 39,2% fyrir árið 2005. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum er nú 2,8% miðað við 2,6% árið 2005.


Heildareignir samstæðunnar eru 33.749,9 milljónir króna miðað við 25.698,2 milljónum króna í lok árs 2005, hafa þær vaxið um 31,3% milli áranna 2005 og 2006.

Útlán samstæðunnar hafa aukist um 29,4% á árinu og nema þau 26.894 milljónir króna í árslok 2006.

Innlán samstæðunnar hafa aukist um 27,5% á árinu og nema 14.442,9 milljónir króna í árslok 2006.

Eigið fé Sparisjóðs Mýrasýslu var 3.543,8 milljónir króna 31. desember 2006 en var 2.094,7 milljónir kra í árslok 2005, aukningin er 69,2%.

Eiginfjárhlutfall samstæðunnar samkvæmt CAD-reglum er 11,7% 31. desember 2006 en var 11,0% þann 31. desember 2005.

Fréttir af starfsemi

Sparisjóður Siglufjarðar keypti í 24. júní 2006 rekstur og eignir útibús Glitnis hf. á Siglufirði. Eignir og skuldir voru yfirteknar við kaupin og eru hluti af ársreikningi Sparisjóðs Siglufjarðar og samstæðureikningsskilum Sparisjóðs Mýrasýslu. Sparisjóður Siglufjarðar flutti höfuðstöðvar sínar að Aðalgötu 34 í kjölfarið.

Uppgjör samstæðunnar samanstendur af uppgjöri móðurfélags ásamt dótturfélögum þess.

Á árinu 2007 stendur fyrir dyrum að sameina Sparisjóð Skagafjarðar og Sparisjóð Siglufjarðar.

Áætlanir fyrir árið 2007 gera ráð fyrir að rekstur og afkoma Sparisjóðs Mýrasýslu verði í takt við afkomu ársins 2006.

Frá og með 1. janúar 2007 mun Sparisjóður Mýrasýslu gera reikningsskil í samræmi við IFRS.

Aðalfundur Sparisjóðs Mýrasýslu verður haldinn föstudaginn 2. mars 2007. Stjórn sparisjóðsins leggur til að greidd verði 3,1 milljón króna í arð á árinu 2006 vegna ársins 2006.