*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 3. febrúar 2006 15:37

Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu þrefaldast á milli ára

Ritstjórn

Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu var 615,6 millj. kr. fyrir árið 2005, samanborið við 192,2 millj. kr. fyrir árið 2004. Aukningin milli ára er 220,2%.

Hreinar rekstrartekjur Sparisjóðsins voru 1.701,8 millj. kr. á árinu á móti 917,3 millj. kr. árið 2004. Hreinar rekstrartekjur hafa því hækkað um 85,5% á árinu 2005.

Heildareignir samstæðunnar eru 25.698,2 millj. kr. miðað við 15.870,3 millj.kr. í lok árs 2004, hafa þær vaxið um 61,9% milli áranna 2004 og 2005. Útlán hafa aukist um 57,7% á árinu og nema þau 20.766,2 millj. kr. í árslok 2005.

Eigið fé Sparisjóðs Mýrasýslu í lok síðasta árs var 2.094,7 milljónir króna í árslok 2005, samanborið við 1.413,2 milljónir króna í árslok 2004, aukningin er því 48,2% á milli ára.