Hagnaður Sparisjóðs vélstjóra fyrstu sex mánuði ársins 2004 nam rúmum 282 milljónum króna fyrir skatta, samanborið við 111 milljónir króna á sama tímabili árið 2003. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður tímabilsins 235 milljónir króna samanborið við 86 árið áður. Hagnaðurinn jókst því um rúm 172%.

Hreinar vaxtatekjur Sparisjóðsins námu 290 milljónir króna en voru 377 milljónir króna árið 2003. Hreinar rekstrartekjur námu 739 milljónum króna. Kostnaður sem hlutfall af tekjum er 55,7% til samanburðar við 55,6% á sama tíma árið 2003.

Útlán sparisjóðsins námu 14.134 milljónum króna og jukust lítillega. Markaðsverðbréf og eignarhlutir í félögum námu 4.484 milljónum króna og höfðu aukist um rúman milljarð króna.

Eigið fé Sparisjóðs vélstjóra 30. júní 2004 nam 4.525 milljónum króna og hefur vaxið um 305 milljónir króna frá áramótum. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum er 24,8% en var 26,3% um síðustu áramót.