Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga fyrstu sex mánuði ársins 2004 nam 49,9 milljónum króna samanborið við 55,9 milljóna króna tap á sama tímabili árið 2003.

Samkvæmt árshlutauppgjöri námu vaxtatekjur alls 350 milljónum króna og vaxtagjöld alls 206,6 milljónum króna. Hreinar vaxtatekjur Sparisjóðsins námu því 143,4 milljónum króna en þær voru 138 milljónir króna fyrir sama tímabil á síðasta ári. Rekstrargjöld sparisjóðsins námu 163,1 milljónum króna á tímabilinu en námu 158 milljónum króna á sama tíma árið 2003.

Eigið fé Sparisjóðs Vestfirðinga 30. júní 2004 nam 718 milljónum króna og víkjandi lán námu 231,3 milljónum króna eða samtals 949,3 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum er 13,6% en það var 11,7% um síðustu áramót.

Eiginfjárstaða sjóðsins hefur styrkst á tímabilinu, en eigið fé og víkjandi lán sjóðsins eru nú 949,3 milljónir króna. Á tímabilinu var stofnfé sjóðsins aukið um 53,7 milljónir og víkjandi lán um 73,5 milljónir króna.