Hagnaður Sparisjóðs Kópavogs á fyrstu sex mánuðum ársins nam 259 milljónum króna fyrir skatta samanborið við 144 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið áður. Hagnaður eftir skatta er 222 milljónir samanborið við 135 milljónir fyrir ári síðan.

Arðsemi eigin fjár er 54,4% á ársgrundvelli en var 39,0% á sama tímabili 2005 og hefur nú aldrei verið meiri.

Vaxtatekjur eru 1.212 milljónir króna og jukust um 109% frá sama tímabili árið 2005. Vaxtagjöld eru 987 milljónir króna og jukust um 171% frá sama tímabili árið 2005. Hreinar vaxtatekjur eru 225 milljónir króna samanborið við 215 milljónir á sama tímabili 2005, 5% aukning.Hreinar rekstrartekjur eru 543 milljónir króna samanborið við 399 milljónir á sama tímabili 2005 og aukast um 36%.

Rekstrargjöld eru 228 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins og aukast um 8% frá sama tímabili árið 2005. Launakostnaður hækkar um 1,2% en almennur rekstrarkostnaður hækkar um 19,6%. Kostnaðarhlutfall er 42,0% samanborið við 53,0% á sama tímabili 2005.

Framlag í afskriftareikning útlána er 55 milljónir samanborið við 43 milljónir króna á sama tímabili 2005. Afskriftareikningur, reiknaður af útlánum og veittum ábyrgðum, er 1,2%.

Útlán til viðskiptavina eru 14.878 milljónir og aukast um 20,8% frá árslokum 2005. Innlán eru 10.223 milljónir og aukast um 25,4% frá árslokum 2005.

Eigið fé í lok júní 2006 er 976 milljónir og hækkar um 99 milljónir frá áramótum eða 11,2%.Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum er 11,1%

Vaxtamunur tímabilsins 2,5% samanborið við 3% árið 2005 og 2,8% fyrir sama tímabil 2005. Heildarfjármagn í júní lok 2006 er 19.497 milljónir hækkar um 2.430 milljónir króna eða 14,2% frá áramótum.

Í tilkynningu frá SPK segir að fyrri árshelmingur ársins 2006 var SPK einstaklega hagfelldur og er hagnaður umfram áætlanir. Hagnaður eftir skatta eykst um 64,5% milli tímabila. Er þetta mesti hagnaður og hæsta arðsemi á fyrri árshelmingi í sögu SPK.