*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 20. febrúar 2006 14:56

Hagnaður SPRON jókst um 151%

arðsemi eigin fjár 61,5%

Ritstjórn

Hagnaður samstæðu SPRON 4,1 milljarður króna eftir skatta á síðasta ári jókst um 150,9% frá árinu áður. Arðsemi eigin fjár var 61,5%. Hreinar rekstrartekjur ársins 2005 námu alls 7.751 millj. kr. sem er 62,0% aukning frá fyrra ári. Kostnaðarhlutfall SPRON var 36,7% og hefur lækkað mikið frá árinu áður eða úr 51,0%.

?Það náðist frábær árangur í rekstri allra rekstrareininga SPRON á árinu 2005. Hagnaður eftir skatta nam 4,1 milljarði króna og hefur afkoma SPRON aldrei verið betri.", segir Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri SPRON í tilkynningu félagsins.

- Og hann bætir við: "Eigið fé SPRON er nú komið yfir 13 milljarða króna og heildareignir samstæðunnar nema tæpum 115 milljörðum króna. Starfsemi sparisjóðsins hefur styrkst á öllum sviðum og má meðal annars benda á mikla aukningu útlána í því sambandi. Vanskilahlutfall SPRON er nú mun lægra en áður og hefur framlag í afskriftasjóð minnkað að sama skapi. Markaðsaðstæður á íslenskum verðbréfamarkaði hafa verið afar hagstæðar og hafa fjárfestingar SPRON á þessu sviði skilað framúrskarandi árangri. Rekstur dótturfélaganna Frjálsa fjárfestingarbankans og Netbankans hefur einnig gengið mjög vel og hafa fyrirtækin skapað sér trausta stöðu á sínum vettvangi. Horfur SPRON til ársins 2006 eru mjög góðar og eru allar forsendur til þess að rekstur SPRON haldi áfram að blómstra."