Gengi bréfa í Standard Chartered hækkuðu um 7% í dag eftir að bankinn greindi frá því að hagnaður fyrir skatta hefði aukist um 25% á seinni helmingi síðasta árs. Samtals nam hagnaður bankans 2,01 milljarðum Bandaríkjadala, borið saman við 1,65 milljarða dala hagnað á fyrri helmingi ársins.

Sérfræðingar voru á einu máli um að afkoma bankans hefði verið mjög góð - ekki síst þegar horft er til erfiðra aðstæðna á markaði. Fram kom í tilkynningu bankans að allur hagnaður fyrir skatta á síðasta ári hefði komið af starfsemi Standard Chartered í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. Hins vegar hefði tapið fyrir skatta árið 2007 af starfsemi bankans í Bandaríkjunum og Evrópu, numið 315 milljónum dala.