Starbucks jók söluna mun meira 4. ársfjórðungri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir.

Reikningsár félagsins er 1. október til 31. september.

Tekjurnar fóru úr 2,4 milljörðum í 2,8 milljarða dala. Hagnaður fyrirtækisins á 4. ársfjórðungri jókst um 86% milli ára, úr 150 milljónum dala í 278,9 milljónir dala.

Hagnaður félagins á öllu reikningsárinu var 945 milljónir dala, eða 103 milljarðar króna.

Howard Schultz forstjóri Starbucks lýsti yfir mikilli ánægju með árangurinn, ekki síst í ljósi erfiðra aðstæðna í efnahagslífi heimsins.