Storebrand-samstæðan skilaði 357 milljónum norskra króna í hagnað fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi, jafnvirði fjögurra milljarða króna, sem var um 11,2% aukning á milli ára. Hálf fimm fréttir Kaupþings greindu frá þessu.

Afkoman var lítillega undir spám markaðsaðila. Sem fyrr hagnaðist félagið mest á líftryggingastarfsemi eða um 307 milljónir NOK. Sá hluti rekstrarins einkennist bæði af vexti iðgjalda og fjölgun nýrra viðskiptavina. Storebrand hyggst kaupa líftryggingafélagið SPP af Handelsbanken og verður tillaga um kaupin og hlutafjáraukningu upp á 100 milljarða króna lögð fyrir hluthafafund í næstu viku.