Hagnaður hollenska félagsins Stork jókst um 20% á síðasta fjórðungi ársins, að því er fram kemur í Vegvísi Landsbankans [ LAIS ]. Hagnaðurinn á fjórðungnum hljóðaði upp á 30 milljarða evra en var 25 milljarðar evra á sama tímabili árið 2006. Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) hækkaði um 27 milljónir evra úr 9 milljónum evra á sama tímabili árið á undan og sölutekjur fyrirtækisins hækkuðu úr 539 milljónum evra í 591 milljón evra.

Velta Stork Food Systems jókst um 3%

Í Vegvísi segir að heildarvelta Stork Food System, sem Marel [ MARL ] muni brátt eignast, hafi aukist um 3% á milli ára og verið 96,5 milljónir evra.  Tap upp á 0,1 milljón evra var af rekstri Stork Food System fyrir fjármagnsliði og skatta á fjórða ársfjórðungi.  Heildarveltan hjá Stork Food System var 368,8 milljónir evra í fyrra og jókst um 13% á milli ára. EBIT framlegðin, hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði, minnkaði hins vegar úr 7,7% í 4,3% á milli ára.