Stærsti smásöluaðili Bretlands, Tesco, tilkynnti að hagnaður félagsins hefði aukist um 13% á ársgrundvelli og að fyrirtækið muni tvöfalda upphæð sem varið verði í endurkaup hlutabréfa í fyrirtækinu upp í 390 milljarða króna. Fyrirtækið hyggst selja og leigja aftur stóran fjölda eigna sinna, sem á að skila fyrirtækinu 650 milljörðum króna á fimm ára tímabili.