Hagnaður Teymis nam 1.160 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi.

Sala Teymis á öðrum ársfjórðungi nam 5.165 milljónum króna og jókst um 15% frá sama tímabili árið áður (pro-forma). Gengishagnaður af langtímalánum nam 797 milljónum króna.

Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) nam 1.027 m.kr. til samanburðar við 881 m.kr. árið áður (pro-forma).

Hagnaður fyrir vexti og skatta (EBIT) nam 606 milljónum króna. Fjármagnstekjur umfram fjármagnsgjöld námu 1.087 milljónum króna.

Hlutdeild í tapi hlutdeildarfélagsins Hands Holding nam 218 milljónir króna.

Hagnaður fyrir reiknaðan tekjuskatt nam 1.471 milljónum króna. Reiknaður tekjuskattur nam 311 milljónum króna.

Tímabilið apríl til júní 2007 er þriðja tímabilið sem Teymi hf. birtir afkomu sína undir nafni félagsins. Af þessum sökum eru ekki birtar samanburðarfjárhæðir í rekstrarreikningi og sjóðstreymi tímabilsins við fyrra ár. Fjárhæðir í tilkynningu þessari miðast við áframhaldandi starfsemi nema annað sé tekið fram.