Hagnaður bandarísku skartgripakeðjunnar Tiffany & Co var 64,4 milljónir Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi sem gerir um 50 sent á hvern hlut. Til samanburðar var hagnaðurinn 54,1 milljón á fyrsta ársfjóðrungi í fyrra eða 39 sent á hvern hlut.

Þetta kemur fram á vef Reuters fréttastofunnar.

Fyrirtækið hefur, líkt og samkeppnisaðilar þess, gengið í gegnum erfiða tíma undanfarið. Veiking hagkerfisins í Bandaríkjunum er þar aðallega kennt um. Tiffany & Co segir þó að árið lofi góðu, sé miðað við gott upphaf þess.

Sala á vörum eins og skartgripum og húsgögnum hefur dregist saman í Bandaríkjunum. Neytendur eyða frekar í nauðsynjar, eins og matvæli og eldsneyti, en verð á þeim hefur hækkað mikið undanfarið.