Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) hækkaði verulega á þriðja ársfjórðunig miðað við sama tímabil í fyrra.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að hagnaðurinn nemi 2,55 milljörðum miðað við 127 milljónir á þriðja ársjórðunig í fyrra. Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins nemur 5,44 milljörðum en nam á síðasta ári á sama tíma 1,48 milljörðum.

Rekstrarhagnaður af vátryggingastarfsemi í fjórðungnum nemur 89 milljónum. "Raunafkoma vátryggingastarfsemi er þó í járnum á fyrstu níu mánuðum ársins. Talsvert endurmat á tjónaskuld félagsins fór fram á þriðja ársfjórðungi og má að óbreyttu ekki vænta jafn mikilla áhrifa endurmats á fjórða ársfjórðungi," segir í tilkynningunni.

Hagnaður á hlut á þriðja ársfjórðungi nam 2,81 krónum samanborið við 0,14 krónur á sama tímabili 2004.

Fjárfestinatekjur félagsins hafa skotist upp og nem 2,497 milljörðum á ársjórðungnum miðað við 197 milljónir í fyrra.

Eigin tjónakostnaður félagsins hækkar lítillega frá þriðja ársfjórðungi 2004 þegar hann nam 944 milljónum en er nú 1.06 milljarðar.

Heildareignir TM aukast úr 23,11 milljörðum þann 1. janúar 2005 í 29,45 milljörðum þann 30. september 2005 eða um 27%.

Miklar breytingar hafa verið gerðar á reikningsskilum félagsins til samræmis við alþjóðlega reikningsskilastaðla.