Hagnaður British American Tobacco (BAT), næst stærsta alþjóðlega tóbaksfyrirtækisins í heiminum, jókst um 14% á öðrum ársfjórðungi og nam samtals 808 milljónum punda, samanborið við 709 milljóna punda hagnað á sama tímabili fyrir ári. Afkoman var eilítið hærri heldur en greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um. BAT varaði hins vegar við því að vöxtur félagsins á seinni helmingi fjárhagsársins myndi minnka sökum hærri skattgreiðslna og aukinna fjárfestinga sem fyrirtækið hyggst ráðast í á árinu.