Hagnaður franska olíurisans Total nam á þriðja ársfjórðungi 4 milljörðum evra samanborið við 3 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra.

Hagnaður félagsins dregst því saman um 35% milli ára.

Í uppgjörstilkynningu félagsins kemur fram að þrátt fyrir lækkandi olíuverð á ársfjórðungnum hafi félagið náð að draga saman í kostnaði og olíuverð sé hærra en það var fyrir ári síðan.

Framleiðsla Total dróst hins vegar saman um 5% á ársfjórðungnum og má það helst rekja til bilunar í framleiðslu auk þess sem skemmdarverk hafi verið unnin á framleiðslu félagsins í Nígeríu.