Hagnaður svissneska bankans UBS nam 2,2 milljörðum svissneskra franka (120 milljörðum króna) á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 2,77 milljarða svissneskra franka (150 milljarða króna) á sama tímabili í fyrra, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar höfðu spáð 2,64 milljarða svissneskra franka (143 milljarða króna) hagnaði. Talsmenn UBS segja að slakt gengi fjármálamarkaða hafi haft slæm áhrif á fjárfestingaviðskipti bankans.

UBS er annar stærsti banki Evrópu, miðað við markaðshlutdeild, á eftir HSBC Holdings. Afkomuspá bankans fyrir árið er enn óbreytt.