Hagnaður innlendra vátryggingafélaga af skaðatryggingarekstri (vátryggingarekstri öðrum en líftryggingarekstri) nam um 819 milljónum króna á árinu 2008 samanborið við 2,7 milljarða króna árið 2007.

Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins (FME) en sé afkoma Viðlagatryggingar Íslands vegna jarðskjálftans á Suðurlandi tekin með nemur samanlagt tap vátryggingafélaga af skaðatryggingarekstri 3,9 milljörðum króna.

Í heild námu iðgjöld ársins af skaðatryggingum 37,3 milljörðum króna samanborið við 32,9 milljarða árið áður. Tjón ársins án Viðlagatryggingar námu 30,8 milljörðum króna en voru 25,9 milljarða árið áður.

Heildartjón með viðlagatjónum námu 37,3 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður vegna skaðatrygginga nam 7 milljörðum króna samanborið við 6,2 milljarða árið áður og fjárfestingartekjur námu 5,7 milljörðum króna., nánast sama og þær voru árið áður.

Sjá nánar á vef FME.