Stjórn Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþing, sem á og rekur Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráningu Íslands, hefur staðfest uppgjör fyrir 6 mánaða tímabil sem lauk 30. júní 2006, segir í tilkynningu.

Hagnaður fyrra árshelmings nam 237,1 milljónum króna samanborið við 49,4 milljónir króna á árinu 2005.

Eigið fé 30. júní var 592,6 milljónir króna, samanborið við 415,6 milljónum króna í árslok 2005 og eiginfjárhlutfall var 74,8%, samanborið við 78,5% í árslok 2005.

Rekstrartekjur jukust um 53% frá sama tímabili í fyrra eða úr 308,4 milljónum króna í 473,2 milljónir króna.

Rekstrargjöld námu 296,9 milljónum króna, samanborið við 258,8 milljónum króna árið 2005 og nemur aukningin því tæpum 15%.