Hagnaður bandarísku smásölukeðjunnar Wal-Mart jókst um 7% á fyrsta ársfjórðung sem er nokkuð í takt við væntingar að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Hagnaður félagsins nam um 3 milljörðum Bandaríkjadala (um 240 milljörðum íslenskra króna) sem jafngildir um76 centum á hvern hlut. Hagnaður félagsins á sama tíma í fyrra nam um 2,8 milljörðum dala eða um 68 cent á hlut.

Í frétt Reuters af uppgjöri Wal-Mart segir að neytendur hafi í aukunum mæli beint viðskiptum sínum til Wal-Mart þar sem keðjan hafi haldið verði á vörum sínum nokkuð niðri miðað við þær verðhækkanir sem dunið hafa yfir síðustu misseri og er þá sérstaklega vísað í þurrvörur.

Þá hefur netsala keðjunnar aukist um 10% á einu ári.