Hagnaður bandaríska stórmarkaðsrisans Wal-Mart nam 3,14 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,9 milljarða á sama tíma í fyrra.

Hagnaður á hvern hlut nam því um 80 centum á hvern hlut samanborið við 70 cent á hvern hlut í fyrra.

Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu frá Wal-Mart.

Gert var ráð fyrir hagnaði upp á 73 – 76 cent á hvern hlut þannig að hagnaður félagsins yfir væntingum með tilliti til þess ástands sem ríkt hefur á mörkuðum síðustu mánuði en smásala hefur ekki farið varhluta að því.

Greiningaraðilar á vegum Bloomberg fréttaveitunnar höfðu gert ráð fyrir hagnaði upp á 76 cent á hvern hlut.

Salan á þriðja ársfjórðungi nam 97,6 milljörðum sala og hækkað um 7% milli ára.

Uppgjör Wal-Mart færir félaginu aukna von en í síðustu viku tilkynnti félagið að sala í nýliðnum október mánuði væri sú versta í 35 ár.