Afkoma Yahoo á 2. fjórðungi var verri en reiknað hafði verið með. Hagnaður félagsins minnkaði um 18,6% og var 131 milljón dala. Það er 9 sent á hlut en hagnaður á sama tímabili í fyrra var 161 milljón dala, eða 11 sent á hlut.

Meðalspá greiningaraðila gerði ráð fyrir 10 senta hagnaði á hlut, samkvæmt frétt Reuters.

Yahoo segja blikur á lofti í auglýsingamálum, en fyrirtækið hefur miklar tekjur af auglýsingum á vefsíðum sínum.

Yahoo virðist hafa tekist að koma í veg fyrir yfirtöku Microsoft í bráð, en félagið samdi við hluthafa sinn, Charles Icahn, um að hann skipaði þrjá stjórnarmenn og er hann því í minnihluta í stjórn. Icahn hefur verið áfram um að Yahoo renni saman við Microsoft.