Stjórnvöld flestra Evrópuríkja vinna nú markvisst að því að hagnýta lífrænar framleiðslu til sóknar í byggða- og umhverfismálum, en þessi þróun hefur að mestu farið framhjá Íslendingum, segir í nýrri skýrslu um stöðu og framtíðarhorfur lífrænnar framleiðslu á Íslandi.

Lífræn framleiðsla er verðmætt sóknarfæri, sem okkur ber að hagnýta sem fyrst. Hún mun skila framleiðendum, neytendum og samfélaginu öllu margþættum ávinningi þegar til lengri tíma er litið, segir í skýrslunni.

Hlutfall vottaðs lífræns nytjalands á Íslandi er einungis 0,3%, samanborið við 4% í löndum ESB, en í þeim löndum sem lengst eru komin eru hlutfall vottaðs lífræns nytjalands á bilinu 6-15%.

Nokkur hundruð norrænna bænda stunda lífræna ræktun mun norðar á hnettinum en Ísland þar sem einungis 25 býli er skráð með vottun, segir í skýrslunni.

Norsk stjórnvöld vinna eftir framkvæmdaáætlun um aukna lífræna framleiðslu og hafa sett markið á 15% árið 2015, en í skýrslunni er lagt til að markmið verði sett um að auka vottað lífrænt nytjaland á Íslandi í 5% árið 2010 og í 10% árið 2015.