Ísland stendur frammi fyrir nokkrum stórum vandamálum sem leysa þarf úr hið fyrsta, en takist það er framtíðin björt, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns og varaformanns fjárlaganefndar.

„Ísland er land tækifæranna. Ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir erum við að mörgu leyti í ákjósanlegri stöðu, að því gefnu að við tökum á þeim verkefnum sem við okkur blasa og þá þurfa menn að hugsa til lengri tíma, en ekki bara til nokkurra mánaða í einu. Þótt smærri mál skipti vissulega miklu máli þá megum við ekki sleppa því að ræða stóru myndina. Stóra myndin er einfaldlega þessi að það eru nokkrir stórir útgjaldapóstar sem við þurfum að tækla.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .