N1 kynnti ársuppgjör sitt á Hilton Hotel Nordica í dag en þar kom meðal annars fram að hagnaður félagsins hafi dregist saman talsvert á milli ára. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, segir að þótt hagnaðurinn hafi verið lægri en árið áður hafi hann engu að síður verið nálægt áætlun. Samdrátt í tekjum má fyrst og fremst rekja til gengisþróunar og þróun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti á öðrum ársfjórðungi ársins 2013 samkvæmt Eggerti, en framundan er von á frekari hagræðingu í rekstri fyrirtækisins.

VB Sjónvarp ræddi við Eggert.