Auglýsingafyrirtækið Fíton skilaði 7,1 milljón króna tapi fyrir skatta á árinu 2011 samanborið við 13,2 milljónir króna árinu áður. Rekstrarhagnaður fór úr 19,3 milljónum árið 2010 í 4,3 milljónir á árinu 2011 sem er lækkun um 15 milljónir króna. Eigið fé Fíton var jákvætt í árslok um 15,9 milljónir sem er lækkun úr 21,2 milljónum.

Erlukot á 90% í Fíton og á einnig hlut í Skapalóni og Miðstræti sem eru fyritæki undir sama þaki í Kaaberhúsinu.

Anna Svava Sverrisdóttir, fjármálastjóri Fíton, segir þessa breytingu á hagnaði skýrast af hagræðingaraðgerðum sem farið var í á árinu. Fyrirtækið flutti í Kaaberhúsið til þess að lækka leigu en sú hagræðing mun ekki koma fram í reikningum félagsins fyrr en í ár. 32 milljóna króna lán var tekið í kringum flutningana og til að laga lausafjárstöðu fyrirtækisins segir Anna.