Hagnaður Fjarskipta hf., betur þekkt sem Vodafone, nam 198 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hagnaðurinn var 16% lægri en á sama tíma í fyrra. Sala Vodafone nam 3.295 milljónum króna og var 1% hærri en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Tekjur Vodafone á Íslandi voru 3,7% hærri en fyrir ári, en tekjur í Færeyjum voru hins vegar 14% lægri.

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, segir að ársfjórðungurinn hafi einkennst af mikilli samkeppni á markaði þar sem Vodafone hafi gengið ágætlega. Nýjungar sem fyrirtækið kynnti hafi farið mjög vel af stað. „Það sem kannski stendur upp úr í uppgjörinu er að það komu tvær kjarasamningshækkanir, 5% og 6%, inn í launakostnaðinn hjá okkur,“ segir Stefán. „Við höfum verið í hagræðingarað- gerðum til þess að mæta því og erum að gera ráð fyrir 80-100 milljóna króna áhrifum á móti frá þeim.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .