Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, býst ekki við því að bankinn fari út í fjöldauppsagnir af því tagi sem Glitnir hefur gripið til.

„Landsbankinn reynir alltaf að haga fjölda starfsmanna í samræmi við umsvif bankans. Ég býst ekki við að við framkvæmum einhverjar fjöldasuppsagnir af því tagi sem Glitnir hefur gert, og ég veit ekki betur en að það sé mikið að gera í öllum deildum hjá okkur. En auðvitað er hagræðing í rekstri forgangsatriði.“

Hann segir starfsmannafjölda bankans vera því sem næst óbreyttan frá áramótum.

Ekki náðist í forsvarsmenn Kaupþings síðdegis í gær.