Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa lækkaði um 2-37 punkta í dag, mest á stutta endanum, í 6,8 milljarða króna  viðskiptum á skuldabréfamarkaði í dag.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en heildarviðskipti á markaðnum voru hins vegar 10 milljarðar króna og breyttist verðtryggða krafan lítið.

Fram kemur í Hagsjá að í vikunni lækkaði krafa ríkisbréfanna sem eru á gjalddaga á næsta ári um 12 og 32 punkta á meðan krafa lengri bréfanna hækkaði um 2-8 punkta. Krafa tveggja styttri íbúðabréfanna hækkaði sömuleiðis um 3 og 7 punkta á meðan krafa þeirra lengri lækkaði um 4 og 6 punkta.