Tiltrú landsmanna fikrar sig upp á við samkvæmt Væntingavísitölu Capacent Gallup fyrir október. Þótt svartsýni sé enn ríkjandi viðhorf taka væntingar myndarlegt stökk upp á við.

Um þetta er fjallað í Hagsjá en væntingavísitalan mælist nú 47,9 stig en síðast var hún í námunda við 50 stig í október 2008 þegar hún mældist 58,9. Mæling upp á 100 táknar að jafnmargir svarendur eru jákvæðir og neikvæðir.

Fram kemur að mat á núverandi ástandi mælist neikvæðara en fyrir mánuði en væntingar til næstu 6 mánaða hækka hins vegar mikið.

Annan mánuðinn í röð mælast væntingar yfir meðaltali undangenginna 12 mánaða. Í júlí höfðu þær mælst undir meðaltali 22 mánuði í röð.

Sjá nánar í Hagsjá.