Hagsmunagæsla er áhugavert fyrirbæri. Fyrirtæki, stjórnmálamenn, einstaklingar og samtök hafa öll hagsmuna að gæta og gera það leynt og ljóst. Í sjálfu sér er það ekki óeðlilegt, komi menn til dyranna eins og þeir eru klæddir. Hagsmunagæsla getur verið margslungin, vel útfærð og jafnvel snilldarleg. Hún getur líka verið kjánaleg, vandræðaleg og jafnvel hlægileg. Viðskiptablaðið leit yfir árið og valdi nokkra atburði sem þóttu dæmi um illa heppnaða hagsmunagæslu.

Í Viðskiptablaðinu þann 23. október var greint frá því að Samkeppniseftirlitinu og OECD þættu engin rök fyrir fjöldatakmörkunum á leigubifreiðum. Skömmu síðar boðaði Uber komu sína til Reykjavíkur. Eigendur leigubílastöðvanna brugðust ókvæða við. „Ætlar fólk að senda börnin sín í þessum bílum?“ spurði Ástgeir Þorsteinsson í Morgunblaðinu. Viðbrögð Sæmundar Sigurlaugssonar, forstjóra Hreyfils, voru á svipaða lund. „Þú getur rétt ímyndað þér maður. Hverjir heldur þú að yrðu farnir að stunda hér leiguakstur? Hvað erum við að heyra alltaf, með nauðganir og hitt og þetta og svarta sjóræningastarfsemi. Eru ekki mörg dæmi þess að menn eru að lokka konur upp í bíla hér um helgar?“

Nánar er fjallað um málið í áramótablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .