*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 24. nóvember 2011 12:39

Hagspá byggir að hluta á álveri og kísilverksmiðju

Verði ekkert af byggingu álvers í Helguvík og kísilverksmiðju er útlit fyrir að það hafi neikvæð áhrif á efnahagslífið.

Ritstjórn
Helguvík þar sem fyrirhugað álver og kísilverksmiðja eiga að rísa.

Fyrsti áfangi álversins og kísilverksmiðja í Helguvík eru bæði lykilþættir í þjóðahagspá Hagstofunnar. Í hagspánni er gert ráð fyrir 2,6% hagvexti á þessu ári og 2,4% vexti á næsta ári. Verði framkvæmdir minni en spáin gerir ráð fyrir þá gæti það leitt til neikvæðrar þróunar.

Greining Íslandsbanka bendir á að í samantekt um hagspánna að flestar opinberar spár liggi á svipuðu bili og spá Hagstofunnar, eða upp á 2,2 til 2,5% hagvöxt.

Helst sé það spá ASÍ sem skeri sig úr með hagvaxtarspá upp á 1% á næsta ári. Til hljóðar hagspá framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins upp á 1,5% hagvöxt hér.

Stikkorð: Álver Hagstofan Helguvík