Greiningardeild Íslandsbanka telur margar jákvæðar forsendur vera að baki kaupum FL Group á danska lágfargjaldaflugfélaginu Sterling. Telur greining Íslandsbanka að kaupin megi teljast "hagfelld" þegar kennitölur eru skoðaðar.

Áætluð EBITDA hjá Sterling á árinu 2006 er 345 milljón danskra króna. Gefið er upp að kaupverðið sé 1,5 milljarðar danskra króna en geti legið á bilinu 1-2 milljarðar danskra allt eftir því hvort EBITDA framlegðin verður lægri eða hærri en stefnt er að. Útreikningur Greiningar gefur að verði framlegðin við neðri mörk verðbils þá gefi það EV/EBITDA 6,2 en efri mörkin gefi EV/EBITDA 5,5. Gangi þetta eftir er ljóst að kaupin mega teljast hagfelld. Þó verður að líta á að verðmæti fyrirtækja ræðst af því hvers vænt má í frramtíðinni en ekki bara á næsta ári.