Allt bendir til þess að VBS og Saga Capital sameinist. Ekki er talið að samruninn leiði til uppsagna starfsfólks hjá fjárfestingarbönkunum.

Vangaveltur og umræður um samruna innan fjármálageirans hafa nú fengið byr undir báða vængi, en fjárfestingarbankarnir VBS og Saga Capital sendu frá sér tilkynningu um samningaviðræður í gærmorgun.

„Stjórnir beggja félaga hafa ákveðið að efna til formlegra viðræðna um samruna þeirra,“ segir Jón Þórisson, forstjóri VBS fjárfestingarbanka, í samtali við Viðskiptablaðið.

„Það blasir við á þessum tímapunkti að mikill styrkur yrði í samstarfinu og ávinningurinn margvíslegur,“ segir Jón. Hann segir enn fremur að í samrunanum sé fólgið hagfræði um leið og tekjustoðir eru styrktar til muna. Hagræðingin felst í betri fjármögnunarkjörum, auk þess sem samkeyrsla tölvukerfa og ýmissa rekstrarliða mun spara kostnað, að sögn Jóns.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .