*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 8. nóvember 2004 15:38

Hagstjórn, endurvinnsla og íbúðarlán

fróðlegur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu kl 16

Ritstjórn

Að þessu sinni kemur Tryggva Þór Herbertsson hagfræðing og forstöðumann Hagfræðideildar Háskóla Íslands í Viðskiptaþáttinn á Útvarpi Sögu (99,4) til þess að fjalla um stöðuna í íslensku hagkerfi. Þó að margt gefi tilefni til bjartsýni þá eru ýmsar blikur á lofti og við ætlum að fara yfir sviðið í sinni víðustu mynd. Þá er ekki ósennilegt að komið verði aðeins inn á nýlega ferð Tryggva til Króatíu þar sem hann var á vegum Alþjóðabankans við að meta stöðuna.

Gúmmívinnslan hefur starfað á Akureyri í yfir tvo áratugi með endurnýtingu á gúmmíi sem eitt aðalmarkmið sitt. Nýlega bryddaði félagið upp á merkri nýung í endurvinnslu á gúmmíi sem við fáum Þórarinn Kristjánsson stofnanda félagsins og stjórnarmann til að segja okkur frá því.

Í lokin ætlum við síðan að heyra í Jóni Þórissyni aðstoðarforstjóra Íslandsbanka um 100 % lánin sem bankinn hóf að selja í útibúum sínum í dag.