Í endurskoðaðri þjóðhagsspá Hagstofunnar fyrir árin 2010-2015 er gert ráð fyrir 3% samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári en 2% vexti á árinu 2011.

Segir að samdráttur í einkaneyslu virðist lítill í ár en vaxi á næstu árum. Fjárfesting byrji að vaxta á næsta ári en er enn lág í sögulegu samhengi.

Þá er útlit fyrir að samdráttur í samneyslu haldi áfram næstu ár.