Hagstofan gaf nú í morgun út endurskoðaða þjóðhagsspá fyrir árin 2018-2024. Þar er gert ráð fyrir 1,7% hagvexti í ár, en næstu ár verði hann á bilinu 2,5-2,8%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar .

Verri horfur í ár eru meðal annars sagðar mega rekja til minni útflutnings, hægari vöxt einkaneyslu, auk þess sem hægt hafi á fjárfestingu að undanförnu. Reiknað er með tæplega 3% aukningu þjóðarútgjalda.

Þá er spáð 3,8% verðbólgu í ár, en verðbólguhorfur hafi versnað eftir gengislækkun haustsins. Mikil óvissa ríki þó enn um þróun verðbólguhorfa sökum breytinga í ferðaþjónustu og útkomu kjarasamninga.