Hagur Þýskalands batnaði árið 2016, þökk sé auknum útgjöldum heimila og ríkis. Útflutningur jókst þá um 2,4% en innflutningur um 3,4%.

Samkvæmt opinberum tölum var jukust útgjöld heimilanna alls um 2% á árinu, og ríkisins um 4,2%. Aukninguna í ríkisútgjöldunum má að miklu leyti skýra með auknum stuðningi við hælisleitendur.

Hagvöxtur var þá 1,9% og fór þar með fram úr væntingum. Hagvöxtur árið 2015 nam 1,7% og árið 2014 1,6%.

Hagvöxtur hefur verið viðvarandi í sjö ár, á sama tíma hefur ríkið náð að skila afgangi, sem þykir óvenjulegt um þessar mundir í flestum vesturlöndum.