Hagstofa Íslands birti uppfærða hagspá til ársins 2018 rétt fyrir helgi þar sem fram kemur að horfur um hagvöxt á næstu árum hafi versnað. Einkaneysluspá næstu fjögurra ára hljóðaði upp á rúm 2,9% að meðaltali á ári hverju í sumarspánni en hefur nú verið uppfærð og spáir Hagstofan nú að meðaltali rúmlega 2,5% vexti í einkaneyslunni út tímabilið. Benda sérfræðingar Hagstofunnar á að varúðarsparnaður með niðurgreiðslu lána og skuldavandi heimilanna séu þeir þættir sem mögulega draga úr eftirspurninni um þessar mundir.

Talið er að kaupmáttaraukning vegna atvinnutekna og atvinnustarfsemi muni standa undir vexti einkaneyslunnar á næstu árum. Þá kemur fram að leiðrétting á verðtryggðum lánum, sem niðurstaða liggur enn ekki fyrir um, gæti aukið einkaneysluna á spátímabilinu en ekki er tekið tillit til þess þáttar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .