Englandsbanki hefur lækkað hagvaxtarspá ársins um 0,5%. Spáð var 1,9% hagvexti en spáin hefur verið lækkuð í 1,4% vegna skuldavanda á evru-svæðum.

Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, útilokar ekki að verðbólgan fari í 5% í Bretlandi í ár sem er langt yfir verðbólgumarkmiði bankans. Sagði hann að verbólga yrði líklegast há út árið. Þá sagði hann að slæmt efnahagsástandi á evru-svæðinu hafi áhrif á útflutning frá Englandi. Búast má við minnkandi eftirspurn á breskum útflutningsvörum þar sem vörur þeirra eru fluttar í miklu magni til evru-landa.