Hagvöxtur í Þýskalandi hefur dregist saman jafnt og þétta á milli ára. Árið 2010 var hagvöxtur 4,2% og 3% árið 2011. Talið er að hagvöxtur verði um 0,8% árið 2012.

Nú hefur fjármálaráðuneyti Þýskalands lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið 2013. Lækkar hún úr 1,6% í 1% hagvöxt.

Útflutningsvörur Þýskalands hafa notið góðs af veikingu evrunnar, sérstaklega utan evrusvæðisins. Asíulöndin hafa hins vegar byrjað að finna fyrir kreppunni í Evrópu og er búist við minni hagvexti þar.

Fjármálaráðherra Þýskalands, Philipp Roesler, sagði að minnst 1% hagvöxtur yrði í Þýskalandi á næsta ári og vísaði því á bug að einhvers konar krísa væri að myndast í Þýskalandi.