*

mánudagur, 25. janúar 2021
Innlent 19. september 2019 13:30

Hagvaxtarspár full bjartsýnar

Forstöðumaður hagfræðisdeildar Landsbankans telur að hagvöxtur verði innan við 2% á næsta ári.

Ritstjórn
Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.
Aðsend mynd

Forstöðumaður hagfræðisdeildar Landsbankans, Daníel Svavarsson, metur svo að núverandi hagvaxtarspár séu í bjartsýnni kantinum. Um þetta fjallar Rúv.

Daníel ætlar svo að spá Hagfræðisdeild Landsbankans, um samdrátt upp á hálft prósent í ár, muni ekki breytast. Hins vegar hafi deildin einnig spáð hagvexti upp á allt að 2,5% á næsta ári, það telji hann full mikla bjartsýni.

Þar spili inn hlutir eins og hægari uppbygging íbúðarhúsnæðis en búist var við, minni innkoma ríkisins og viðvarandi óvissa í ferðaþjónustunni. Á móti segir hann það jákvætt að verðbólga hafi hjaðnað örar en en spár gerðu ráð fyrir en býst samt sem áður ekki við meira en 2% hagvexti á næsta ári.