Hagvöxtur í heiminum er enn of veikur og honum er misskipt á milli ríkja. Það eru alls kyns áhættur framundan, sagði Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ársskýrslu stofnunarinnar. Skýrslan kom út í dag.

Í allt of mörgum ríkjum hefur bati á fjármálamörkuðum ekki skilað sér í bættu lífi borgaranna, segir hún. Hún sagði að AGS þyrfti að passa sig á því að jafnvægi væri á meðal niðurskurðar á fjárlögum og nauðsynlegs hagvaxtar.