Fimm af sex undirliðum Leiðandi hagvísi Analytica lækka milli mánaða september-október þar að auki hefur gildi vísisins í september verið endurskoðað niðurávið. Þetta kemur fram í frétt á vef ráðgjafafyrirtækisins Analytica sem heldur utan um og birtir hagvísinn.

Lækkun hagvísisins síðastliðið ár er enn hin mesta síðan 2008 og þótt vísbendingar séu um að hægja sé á lækkuninni segir Analytica of snemmt að segja um hvort botni sé náð.

„Því eru enn talsverðar líkur á stöðnun eða samdrætti inn á árið 2020.“

leiðandi hagvísir analytica
leiðandi hagvísir analytica

Mest lækkuðu undirliðir vísitölunnar sem endurspegla þróun aflamagns, vöruinnflutnings og væntingavísitölu Gallup. Langtímauppleitni mikilvægra undirþátta er enn sterk en mikil óvissa sérstaklega í ferðaþjónustu. Hins vegar geti áhættuþættir í ytra umhverfi ógnað hagvexti einkum tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum.

„Hagvísirinn [e. Composite Leading Indicator] er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Það er hlutverk vísitölunnar að veita skýra sýn á efnahagshorfur og vara tímanlega við viðsnúningi í efnahagsumsvifum. Vísitalan er reiknuð á grundvelli sömu aðferðafræði og annars staðar þar sem sambærilegar vísitölur eru reiknaðar en sérstaklega er tekið mið af verklagi OECD.“

Leiðandi hagvísir Analytica lækkar í október og tekur gildið 97,2, sjá töflu 1. Sú tala á að gefa vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar þ.e. í apríl 2020. Hagvísirinn tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni.