Hagvöxtur árið 2008 var 0,3%, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um landsframleiðslu. Hagvöxtur árið 2007 var 5,5% Landsframleiðslan var 1.465 milljarðar króna í fyrra.

Vöxtinn má öðru fremur rekja til útflutnings sem jókst um 7%. Skýrist sú aukning að stórum hluta af mikilli aukningu í útflutningi frá stóriðju. Á sama tíma dróst innflutningur saman um 18%. Samdráttur þjóðarútgjalda nam 9,3%, segir í frétt Hagstofunnar.