Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 jókst landsframleiðslan um 4,2% að raungildi miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjóðarútgjöld jukust um 8,3% en það er samtala neyslu og fjárfestinga. Jókst einkaneysla um 7,1%, samneyslan um 0,1% og fjárfestingar um 24,5%. Innflutningur jókst síðan töluvert meira en útflutningur, eða um 15,2% á móti 6,4%.

Dróst árstíðarleiðrétt landsframleiðsla þó saman á milli síðasta ársfjórðung 2015 og 1. ársfjórðungs þessa árs, eða um 0,5%. Á sama tíma jókst einkaneysla um 1,8%, fjárfesting um 4,4% en samneyslan dróst saman um 0,1%. Á meðan útflutningurinn dróst saman um 0,5% jókst innflutningurinn um 5,5%.